174 lines
11 KiB
Plaintext
Raw Normal View History

This text is copied from Wikipedia, http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslenska
Authored under GFDL license: http://www.gnu.org/copyleft/fdl.html
replaced some characters (" and -)
Íslenska
Af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu
Jump to: navigation, search
Íslenska (Íslenska)
Talað hvar: Íslandi
Heimshluti: Norður Evrópu
Fjöldi málhafa: um 300.000
Sæti:
Ætt: Indóevrópsk
Germönsk
Norðurgermönsk
Vesturnorrænt
Íslenska
Opinber staða
Opinbert tungumál:
Stýrt af: Íslensk málstöð
Tungumálakóðar
ISO 639-1: is
ISO 639-2: ice og isl
SIL: ICE
Tungumál - Listi yfir tungumál
Íslenska er tungumál með fjórum föllum (nefnifalli, þolfalli, þágufalli og eignarfalli) sem aðallega er talað og ritað á Íslandi. Það er indó-evrópskt, germanskt og vesturnorrænt. Af öðrum málum er færeyska skyldust íslensku.
Efnisyfirlit
[fela]
* 1 Saga íslensku
* 2 Breytingar
* 3 Málfræði
* 4 Mállýskur
* 5 Íslenska utan Íslands
* 6 Merk rit, rituð á íslensku
* 7 Heimildir
* 8 Tengt efni
* 9 Tenglar
o 9.1 Orðabækur
+ 9.1.1 Íðorð
[breyta]
Saga íslensku
Íslenska á rætur að rekja til máls norskra landnámsmanna á 9. öld. Á þeim tíma sem hefur liðið hafa orðið talsverðar breytingar á tungumálinu, einkum á orðaforða og framburði, en lítt á málfræði, eins og kemur fram að neðan. Breytingar þessar, einkum á orðaforða, má rekja til breyttra lifnaðarhátta, breytinga á samfélaginu, nýrrar tækni og þekkingar, sem og áhrifa annara tungumála á íslensku, einkum ensku og dönsku. Til hægðarauka er sögu íslenskunnar skipt í þrjú skeið: fornmál til um 1350, miðmál frá 1350 til um 1550 (eða 1600) og nýmál frá lokum miðmáls.
[breyta]
Breytingar
Íslenskt ritmál hefur lítið breyst síðan á landnámsöld með þeim afleiðingum að Íslendingar geta enn í dag - með herkjum og skrekkjum - lesið forn rit á borð við Landnámu, Snorra-Eddu og Íslendingasögurnar. Samræmd stafsetning auðveldar lesturinn þó talsvert, auk þess sem orðaforði þessara rita er heldur takmarkaður. Meiri breytingar hafa orðið á framburði, svo miklar að Íslendingur 20. aldar myndi trúlega ekki skilja Íslending 13. aldar, gætu þeir talað saman.
Helstu breytingar á málinu ná því til orðaforða og framburðar, en minni breytingar hafa orðið á málfræði. (Sjá nánar í sögu íslenskunnar.)
Ýmsar ástæður eru fyrir því hversu vel málið hefur varðveist. Hefðbundna skýringin er auðvitað einangrun landsins, en líklega hefur fullmikið verið gert úr því og er sú skýring ein tæpast fullnægjandi. Önnur ástæða sem oft er nefnd er sú að málið hafi varðveist í skinnhandritunum, hvort sem var um afþreyingarbókmenntir að ræða eða fræði. Handritin hafi verið lesin og innihald þeirra flutt fyrir þá sem ekki voru læsir, þannig hafi mál þeirra varðveist og orðaforði handritanna haldist í málinu. Ennfremur hafi lærðir Íslendingar skrifað að miklu leyti á móðurmálinu, allt frá því að Ari fróði og Fyrsti málfræðingurinn skráðu sín rit, þess vegna hafi latínuáhrif orðið minni en víða annars staðar. Kirkjunnar menn á Íslandi voru líka fljótir að tileinka sér aðferðir Marteins Lúthers og Biblían var snemma þýdd á íslensku. Biblíur og önnur trúarrit voru því snemma til á íslensku á helstu fræðasetrum landsins og prestar boðuðu Guðs orð á íslensku. Þessa kenningu má helst styðja með því að bera okkur saman við þjóðir sem ekki áttu Biblíu á eigin tungu, t.d. Norðmenn, en þeir notuðust við danska Biblíu. Orsakir þeirrar þróunar sem varð á íslensku verða seint útskýrðar til hlítar, en þeir þættir sem nefndir eru hér að ofan hafa allir haft einhver áhrif.
Margir Íslendingar telja íslenskuna vera "upprunalegra" mál en flest önnur, og að hún hafi breyst minna. Það er ekki alls kostar rétt, og má í því sambandi nefna að íslenskan hefur einungis fjögur föll af átta úr indóevrópska frummálinu, á meðan flest slavnesk mál hafa sex föll, og pólska sjö. Þýska hefur einnig fjögur föll eins og íslenska, og varðveitt eru rit á fornháþýsku sem eru mun eldri en íslensku handritin, eða frá áttundu öld. Í Grikklandi er enn töluð gríska, rétt eins og fyrir þrjú þúsund árum og svo má lengi telja. Öll þessi mál eiga það þó sameiginlegt að hafa breyst að einhverju leyti, og er íslenskan þar engin undantekning. *[1]
[breyta]
Málfræði
Orðflokkar í íslensku Orðflokkur Dæmi Hlutverk
Nafnorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða.
Sagnorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að gefa til kynna aðgerð.
Lýsingarorð Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði.
Fornöfn Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Gefa til kynna með almennum hætti um hvern eða hvað setningin á við.
Greinir Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Að gera nafnorð ákveðin. Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sér orð.
Töluorð Sautján stórir fuglar hoppa til hinna þriggja merku manna sem standa í garðinum. Þeir eru með tvo poka af fræjum handa fuglunum. Gefa til kynna fjölda eða magn.
Smáorð
Forsetningar Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu.
Atviksorð
Nafnháttarmerki Stóri fuglinn er að hoppa til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er að gefa öðrum fuglum fræ. Nafnháttarmerkið er orðið "að" á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á "a".
Samtengingar Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. Tengir saman setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar.
Upphrópanir
Ath: Þetta þarfnast yfirferðar.
[breyta]
Mállýskur
Ýmis svæðisbundin afbrigði mynduðust í málinu, þrátt fyrir hinar litlu breytingar, en deildar meiningar eru um hvort sá munur geti kallast mállýskumunur. Hingað til hefur yfirleitt verið einblínt á framburðarmun þó einnig hafi einhver munur verið á orðanotkun. Málhreinsunarmönnum á fyrri hluta tuttugustu aldar þóttu sumar framburðarmállýskurnar ljótar og gengu hart fram í að útrýma þeim, sérstaklega flámæli. Skólarnir voru meðal annars notaðir í þeim tilgangi.
Mállýskumunur hefur dofnað talsvert á Íslandi á tuttugustu öld og sumar framburðarmállýskurnar eru nánast horfnar úr málinu.
Helstu íslensku framburðarmállýskurnar eru (voru) Skaftfellskur einhljóðaframburður, Vestfirskur einhljóðaframburður, harðmæli og raddaður framburður, ngl-framburður, bð- og gð-framburður, hv-framburður og rn- og rl-framburður.
[breyta]
Íslenska utan Íslands
Íslenska er töluð af áhugamönnum og fólki af íslensku bergi brotið víðsvegar um heim. Mest er af íslenskumælandi fólki í Kanada og Bandaríkjunum, einna helst í Gimli í Manitoba, en þangað fluttist stór hópur Íslendinga (kallaðir Vesturfarar) við lok 19. aldar. Svo er að nefna þá er leggja nám á íslensku erlendis, t.d. þá sem læra í gegnum íslensku kennsluvef Háskóla Íslands [2], sem kallast Icelandic Online og sem erlendir aðilar tóku þátt í, m.a. háskóli í Wisconsin í Bandaríkjunum.
[breyta]
Merk rit, rituð á íslensku
* (ritaðar) um 1190-1320: Íslendingasögurnar
* um 1140: Fyrsta málfræðiritgerðin
* 1952: Gerpla Halldórs Laxness (skrifuð í stíl íslendingasagna)
[breyta]
Heimildir
* Gyldendals Tibinds Leksikon. 1977. Aðalritstjóri: Jørgen Bang, cand. mag.. Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag A.S. Kaupmannahöfn.
* Heimir Pálsson. 1999. Frá lærdómsöld til raunsæis - Íslenskar bókmenntir 1550-1900. Vaka-Helgafell hf., Reykjavík.
* Íslensk orðabók. 1985. Árni Böðvarsson ritstýrði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
* Íslenska Alfræðiorðabókin A-G. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
* Íslenska Alfræðiorðabókin H-O. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
* Íslenska Alfræðiorðabókin P-Ö. 1990. Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Örn og Örlygur hf., Reykjavík.
* Ívar Björnsson. [Útgáfuár óþekkt]. Málsaga fyrir framhaldsskóla. 2. útgáfa. Offsetfjölritun hf., Reykjavík.
[breyta]
Tengt efni
* Íslenska stafrófið
* Gæsalappir
* Háfrónska
[breyta]
Tenglar
Wiktionary merkið
Orðabókaskilgreiningu fyrir Íslenska er að finna á Wiktionary.
* Ritreglur Í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/1974, 133/1974, 184/1974 og 261/1977
* Bragfræði og Háttatal
* Iðunn - Kvæðamannafélag
* Íslenskuskor Háskóla Íslands
* Málshættir (I)
* Málshættir (II)
* Merking mannanafna
* Nokkur erfið atriði úr daglegu máli tekin fyrir
* Íslenska - Þýskt tímarit fyrir íslenskunema
* Íslensk Málstöð - Ýmislegt varðandi íslenska málfræði, orðabækur o.fl.
[breyta]
Orðabækur
* Orðabók Háskólans
* Orðabanki Íslenskar Málstöðvar
o Landaheiti og höfuðstaðaheiti
* Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins
* A Concise Dictionary of Old Icelandic (innskönnuð) eftir Geir T. Zoëga frá árinu 1910.
* An Icelandic-English Dictionary (innskönnuð) eftir Guðbrand Vigfússon og Richard Cleasby, gefin út 1874.
* Stór ensk-íslenskur orðalisti
* Annar stór ensk-íslenskur orðalisti (html útgáfa)
* Altnordisches Wörterbuch
[breyta]
Íðorð
* Skrá Íslenskrar málstöðvar yfir íðorðasöfn
* Orðasafn Hins íslenska stærðfræðifélags (leit)
* Tenglar KDE verkefnisins
* Orðalisti LÍSU
* Orðasafn læknaritara
* Orðasafn Lyfjastofnunar (yfirlit)
* Hugtök í lífrænni efnafræði
* Jarðfræðiorð: [3] [4]
* Tölvunarfræðiorð: [5]
* Veðurfræðiorð (html útgáfa)
* Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis
* Íslenskir fuglar
* Hugtök í vatnafræði og skyldum greinum
* Sjávardýraorðabók Hafrannsóknarstofnunar Íslands
Af "http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslenska"
Flokkar: Íslenska | Norræn tungumál | Germönsk tungumál